
Það var hátíðlegt á Tæknisetri þann 24. mars síðastliðinn þega forsetahjónin heimsóttu Tæknisetur kynntu sér starfsemina. Þau skoðuðu sérhæfða aðstöðu og tækjabúnað sem Tæknisetur rekur og hittu fulltrúa fjölmargra af þeim 32 fyrirtækjum sem eru með aðstöðu á Tæknisetri.
Guðbjörg Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Tæknsieturs hélt stutta kynningu á starfsemi Tækniseturs. Í erindin hennar kom mikilvægi þess að vel sé hugað að góðu stuðningsumhverfi fyrir tæknisprota sem þurfa á sérhæfðri aðstöðu og tækjabúnaði á fyrstu stigum en það er einmitt eitt af kjarnahlutverkum Tækniseturs. Jón Hjaltalín Magnússon stofnandi Arctus Aluminium sagði frá sýnu fyrirtæki og samstarfi Arctus Aluminium og Tækniseturs um þróun kolefnislausrarálframleiðsl og skoðuðu hjónin rafgreiningaraðstöðu Tæknisetur. Forseti Íslands ávarapaði frumkvöðlana og hvatti þau áfram en hún hefur sjálf margvíslega reynslu af þessu umhverfi meðal annars í gegnum aðkomu sinni að FrumkvöðlaAuði þar sem hún var ein af stofnendum þess verkefnis. Þá gafst forsetahjónunum tækifæri til að hitta fulltrúa margra fyrirtækja á Tæknisetri og heyra af þeirra vöruþróun.

Forsetinn, frú Halla Tómasdóttir ávarpaði frumkvöðla og starfsfólk Tækniseturs. Mynd Hulda Margrét

Sprotafyrirtækin kynntu sýna vöruþróun þar á meðal tæknisprotinn Ignas. Mynd Hulda Margrét

3D málmprentun og aðstaða til frumgerðarsmíða var skoðuð. Mynd Hulda Margrét

Forseta hjónin heimsóttu rafgreiningarlabb Tækniseturs. Mynd Hulda Margrét

Guðbjörg Óskarsdóttir framkvæmdastjóri Tækniseturs og Jón Hjaltalín stofnandi Arctus Aluminium með forsetahjónunum. Mynd Hulda Margrét

Forsetinn ræðir við teymið á bak við sprota fyrirtækið Marea. Mynd Hulda Margrét

Sveinn Hinrik stofnandi DTE og AsgardGrip með forseta hjónunum. Mynd Hulda Margrét

Forsetahjónin sýndu starfsemi Tækniseturs mikinn áhuga. Mynd Hulda Margrét

Guðbjörg Óskarsdóttir kynnti starfsemi Tækniseturs. Mynd Hulda Margrét

Jón Hjaltalín stofnandi Arctus Aluminium afhenti forsetanum ál hleif framleiddan á losunar CO2. Mynd Hulda Margrét
Comments