Í síðustu viku komu aðilar frá gríska fyrirtækinu Anima í heimsókn til okkar á Tæknisetur. Tilefni heimsóknarinnar var uppsetning og þjálfun á iSLM160 málmþrívíddarprentaranum sem Tæknisetur, ásamt Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur hafa nýverið fest kaup á með hjálp Innviðasjóðs. Sérfræðingar Tækniseturs, ásamt aðilum frá Háskólunum hafa því lokið við þjálfun á prentaranum, sem er því núna opinberlega tekinn í gagnið.
Sérfræðingar Tækniseturs fyrir framan málmþrívíddarprentarann.
Prentarinn getur prentað hluti allt að 16x16x20 cm að stærð og notast hann nú við 316L ryðfrítt stálpúður til prentunar. Prentarinn hefur þó ýmsa efnismöguleika eins og kopar, steypustál, nikkelmelmi, ál, títaníummelmi, krómkóbaltmelmi og fleiri.
Lítið málmmódel af Hallgrímskirkju prentað með iSLM160 á Tæknisetri.
Þrívíddarmálmprentun er frábær framleiðslumöguleiki fyrir flókna hluti sem eru illvænlega fallnir til hefðbundinnar framleiðslu. Flókin form, innbyrðis kælilínur, holir strúktúrar svo að dæmi séu tekin eru góðir kandídatar til prentunar. Það er ósk Tækniseturs að kynna þessa tækni fyrir Íslendingum, bæði einstaklingum og fyrirtækjum svo að fótfesta myndi hér á landi fyrir framtíðarframleiðsluferlum.
Fyrir áhugasama þá hvetjum við ykkur til að hafa samband við sérfræðinga Tækniseturs:
Dagur Ingi Ólafsson – dagur@taeknisetur.is – 8671898
James Dannyell Maddison – james@taeknisetur.is – 7783198
Commenti